Fréttir
  • Skrifað undir verksamning, 2. áfangi Suðurlandsvegar
  • Skrifað undir verksamning, 2. áfangi Suðurlandsvegar. Bergþóra Þorkelsdóttir
  • Skrifað undir verksamning, 2. áfangi Suðurlandsvegar. Sigurður R. Ragnarsson
  • Sigurður R. Ragnarsson og Bergþóra Þorkelsdóttir

Suðurlandsvegur - skrifað undir verksamning

annar áfangi af breikkun milli Hveragerðis og Selfoss

8.4.2020

Bergþóra Þorkelsdóttir, forstjóri Vegagerðarinnar og Sigurður R. Ragnarsson, forstjóri Íslenskra aðalverktaka hf. skrifuðu í dag undir verksamning vegna annars áfanga breikkunar Suðurlandsvegar á milli Hveragerðis og Selfoss. Verkið er unnið í beinu framhaldi af fyrsta áfanga sem lauk í fyrra og er um að ræða ríflega 7 km kafla. 

Verkið heitir formlega Biskupstungnabraut - Hveragerði, 2. áfangi; Biskupstungnabraut – Gljúfurholtsá. Verksamningur hljóðar upp á 5.069 m.kr. í samræmi við tilboð ÍAV hf. sem áttu lægsta tilboðið, sjá að neðan. Heildarkostnaður verður meiri enda er ekki inn í þessari tölu kostnaður við undirbúning, hönnun og eftirlit.

Við undirritunina var að sjálfsögðu gætt verður allra reglna um samkomubann og fjarlægð á milli manna svo sem sjá má á myndunum sem fylgja fréttinni. Vegna þess að loksins hefur veður batnað a.m.k. sunnan heiða, þá var skrifað undir utan dyra en það auðveldar einnig fólki að virða fjarlægðarmörk. 

ÍAV var einnig með fyrsta áfanga verksins einnig og þekkir því vel til aðstæðna á þessu svæði. Nú þegar hefur ÍAV hafið undirbúning að uppsetningu vinnubúða og reikna þeir með að hefa störf af krafti strax eftir páska. 

Nánar um verkið. Um er að ræða nýbyggingu Hringvegar að hluta og breikkun og endurgerð að hluta, alls um 7,1 km. Gerð verða ný vegamót við Kirkjuferjuveg og Hvammsveg eystri ásamt nýju hringtorgi við Biskupstungnabraut. Lagður verður nýr tæplega 5 km Ölfusvegur með hjólareinum ásamt breytingu á Þórustaðavegi og Biskupstungnabraut.

Byggð verða þrjár nýjar brýr á Gljúfurholtsá og Bakkárholtsá, undirgöngum fyrir bíla við Þórustaði og við Kotströnd þar sem Ölfusvegur fer undir nýjan Hringveg.  Þá verða byggð tvenn sérstök undirgöng fyrir reiðleiðir og gönguleiðir.

Einnig eru breytingar á lögnum veitufyrirtækja innifalin í verkinu.

Markmið framkvæmdarinnar er að auka umferðaröryggi með því að aðskilja akstursstefnur og fækka tengingum við Hringveg ásamt því að auka umferðarrýmd vegakerfisins milli Hveragerðis og Selfoss.

Með framkvæmdinni verður jafnframt til nýr samfelldur hliðarvegur, Ölfusvegur, með sérstökum hjólareinum frá Hveragerði að Biskupstungnabraut.

Að loknum framkvæmdum verða einungis tvenn vegamót á kaflanum frá Biskupstungnabraut að Hveragerði. 

Til að ljúka breikkun Hringvegar og aðskilnaði akstursstefna frá Biskupstungnabraut að Kömbum er svo gert ráð fyrir að Hringvegur verður færður til suðurs við Hveragerði í nýja veglínu samkvæmt aðalskipulagi Hveragerðisbæjar. Sú framkvæmd er í undirbúningi og gert er ráð fyrir henni á samgönguáætlun árið 2023.

Verkinu skal að fullu lokið 29. september 2023.

Hér má sjá myndband af áfanga 2: 

https://youtu.be/_PoGQsQt-fU

Þrjú tilboð bárust í verkið á sínum tíma:

Bjóðandi Tilboð kr. Hlutfall Frávik þús.kr.
Ístak hf., Mosfellsbæ 5.869.154.444 111,9 799.968
Suðurverk hf., Kópavogi og Loftorka ehf., Kópavogi 5.712.025.923 108,9 642.840
Áætlaður verktakakostnaður 5.245.000.000 100,0 175.814
Íslenskir aðalverktakar hf., Reykjavík 5.069.186.286 96,6 0


Helstu magntölur eru:

Vegagerð, helstu magntölur Magn Eining
Ídráttarrör 20.000 m
Fyllingarefni úr skeringu, umframefni úr fergingu 204.900 m3
Fylllingarefni úr námu 367.200 m3
Fláafleygar, efni úr skeringum 34.500 m3
Ónothæfu efni jafnað á losunarstað 79.100 m3
Stálræsi 1.500 m
Ofanvatnsræsi 670 m
Styrktarlag 157.700 m3
Burðarlag, óbundið 46.300 m3
Kaldblandað malbik 128.000 m2
Tvöföld klæðing 51.200 m2
Malbik 263.000 m2
Gróffræsun 42.500 m2
Vegrið 10.100 m
Götulýsing, skurður, strengur, lagning 8.000 m
Götulýsing, uppsetning ljósastaura 170 stk.
Yfirborðsmerkingar, línur 53.600 m
Brýr og undirgöng, helstu magntölur Magn Eining
Brúarvegrið 180 m
Gröftur 19.300 m3
Fylling 14.800 m3
Mótafletir 8.200 m2
Járnalögn 536.400 kg
Kaplar, 12 x ø16 (eftirspennt járnalögn) 14.800 kg
Steypa 3.200 m3
Vatnsvarnarlag undir malbik 1.900 m2
Reiðgöng, helstu magntölur Magn Eining
Stálplöturæsi, D = 4-5 m 76 m
Gröftur 4.300 m3
Fylling 1.500 m3
Jarðvegsdúkur 600 m2
Veitulagnir Magn Eining
Gröftur, lagnaskurðir 11.100 m3
Fylling, sandur 5.000 m3
Ídráttarrör 2.700 m
Hitaveitulagnir 2.100 m
Kaldavatnslagnir 3.700 m
Fjarskiptalagnir (rör) 13.400 m