Fréttir
  • Smellum saman - tónlistarmyndband sem minnir á notkun öryggisbelta.

Smellum saman

Króli og Rakel Björk syngja um ást og umferðaröryggi

22.6.2021

Smellum saman heitir nýtt lag í flutningi söngvaranna Króla og Rakelar Bjarkar þar sem þau syngja um ástina og lífið ásamt því að undirstrika að öryggið gefur okkur tækifæri til þess að njóta lífsins. Samgöngustofa stendur fyrir framleiðslu lagsins og skemmtilegs tónlistarmyndbands sem sjá má hér að neðan. Þetta er ný nálgun í að minna fólk á mikilvægi bílbeltanotkunar en í stað þess að vera með hræðsluáróður er jákvæðnin höfð að leiðarljósi.

Lagið er bráðskemmtilegt og smellið og tónlistarmyndbandið líflegt og bjart.

Öryggisbeltanotkun er afar mikilvæg enda getur ein laus manneskja í bíl stórslasað aðra þó þeir séu í belti. Allir þurfa því að leggjast á eitt. Allir þurfa að smella beltunum  og smella saman. Nánari upplýsingar má finna á www.smellumsaman.is

l