Fréttir
  • Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar og Bergþóra Þorkelsdóttir forstjóri Vegagerðarinnar að undirritun lokinni.

Skrifað undir samning um rekstur Herjólfs

Vegagerðin og Vestmannaeyjabær skrifa undir þjónustusamning

8.2.2021

Bergþóra Þorkelsdóttir forstjóri Vegagerðarinnar og Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri Vestmannaeyjarbæjar skrifuðu í dag undir samning um rekstur Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs. Þetta er endurnýjun og framlenging á eldri þjónustusamningi.

„Reksturinn er ríflega ársgamall og kominn í gott horf eftir þá reynslu. Fyrri samningur var þróunarsamningur og mjög ánægjulegt að nú er kominn á framtíðarsamningur. Búið er að taka á þeim erfiðleikum sem hafa komið upp á þróunartímanum sem sumir voru snúnir og óvæntir eins og kórónuveirufaraldurinn. Nú erum við hinsvegar komin á beinu brautina,“ sagði Bergþóra við þetta tækifæri.

Íris var einnig sátt við niðurstöðuna. „Ég er mjög ánægð með að búið sé að skrifa undir samning. Við erum sátt og glöð með að geta haldið áfram með þetta verkefni.“