Fréttir
  • Bílar, fólk og framtíðin. Tom Palmaerts,
  • Bílar, fólk og framtíðin. Hreinn Haraldsson, vegamálastjóri
  • Bílar, fólk og framtíðin. Ragnhildur Hjaltadóttir ráðuneytisstjóri innanríkisráðuneytisins
  • Bílar, fólk og framtíðin. Gunnar Haraldsson hagfræðingur
  • Bílar, fólk og framtíðin. Ragna Árnadóttir og Halldór Halldórsson fundarstjórar
  • Bílar, fólk og framtíðin.
  • Bílar, fólk og framtíðin.
  • Bílar, fólk og framtíðin.
  • Bílar, fólk og framtíðin. Helga Þórisdóttir forstjóri Persónuverndar
  • Bílar, fólk og framtíðin. Aled Williams, verkefnastjóri EuroNCAP
  • Bílar, fólk og framtíðin.
  • Bílar, fólk og framtíðin. Andreas Egense, dönsku Vegagerðinni
  • Bílar, fólk og framtíðin. Ólafur Kr. Guðmundsson
  • Bílar, fólk og framtíðin. Tom Palmaerts,
  • Bílar, fólk og framtíðin. Valgerður B. Eggertsdóttir, lögfr. innanríkisráðuneytinu
  • Bílar, fólk og framtíðin. Ferry Smith, formaður stjórnar EuroRap
  • Bílar, fólk og framtíðin. Tom Palmaerts,

Sjálfkeyrandi framtíð

áhugaverð ráðstefna um bíla, fólk og framtíðina

18.11.2016

Á ráðstefnunni Bílar, fólk og framtíðin sem haldin var í Hörpu 17. nóvember var snert á fjölmörgum þáttum sem snúa að samgöngum og framtíðinni, sérstaklega hvað varðar tæknibreytingar í bílum. Breytingum sem margar hafa þegar séð dagsins ljós. Því þótt það muni ekki gerast alveg á næstunni þá stefnir allt í því átt að bílar framtíðarinnar verði eingöngu sjálfkeyrandi.

Margir fyrirlesara á ráðstefnunni litu til framtíðar og lýstu á hverju má eiga von, hvar við erum stödd í þessum tæknibreytingum o.s.frv. En það var einnig litið til hins opinbera, hvar þurfi að breyta lögum og reglum, hvernig verður persónuvernd háttað þegar allt stefnir í að nánast allt verði tengt Internetinu og líka hvað þessar breytingar geta þýtt fyrir efnahagslífið, störf fólks o.fl.

Þótt tækniframfarir séu hraðar og þótt tækni fyrir sjálfkeyrandi bíla sé þegar til staðar er ekki líklegt að allir verði komnir á sjálfkeyrandi bíla fyrr en að nokkrum áratugum liðnum. Það er í ýmis horn að líta í því sambandi, heildstætt kerfi yrði viðamikið, það þarf að samræma reglur og þróa tæknina enn meira. Þessi framtíð vekur líka upp spurningar um ábyrgð, hver ber hana, ökumaður (sem er ekki til) eða einn farþegi af t.d. fjórum? Eða er það framleiðandi bílsins sem ber ábyrgðina, eða sá sem hannar og selur hugbúnaðinn í bílinn, eða fjarskiptafyrirtækið sem þjónustar ökutæki og veg?

Það er margt sem þarf að horfa til í þessum efnum. Í máli vegamálastjóra Hreins Haraldssonar kom fram að Ísland og Vegagerðin á í margháttuðum samskiptum við Evrópuþjóðir og sérstaklega norrænu ríkin um þessa framtíð. Finnar standa framarlega í rannsóknum á því hvernig hægt verður að nýta sjálfkeyrandi bíla á norðlægum slóðum; á stöðum þar sem snjór hylur veginn mánuðum saman og ekki er unnt fyrir sjálfkeyrandi bíla að lesa akreinalínur svo dæmi sé tekið. Það er fylgst vel með þróuninni og hún er í raun það stutt komin að Ísland er á nákvæmlega sama stað og nágrannaþjóðirnar. Einnig benti Hreinn á að miðað við það sem menn horfðu til nú þá myndi núverandi vegakerfi nýtast að níu tíundu hlutum í þessu framtíðarkerfi og einungis þyrfti að gera minniháttar breytingar, þá helst með því að bæta við búnaði við vegina eða einhverju slíku.