Fréttir
  • Við undirritun samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins í Ráðherrahústaðnum. Mynd/Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið

Samgöngusáttmáli höfuðborgarsvæðisins undirritaður

Tímamótasamkomulag um uppbyggingu samgönguinnviða og almenningssamgangna

27.9.2019

Ríkið og sex sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu, Garðabær, Hafnarfjörður, Kópavogur, Mosfellsbær, Reykjavík og Seltjarnarnes, hafa undirritað samkomulag um uppbyggingu samgönguinnviða og almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu til fimmtán ára. Samgöngusáttmáli höfuðborgarsvæðisins var undirritaður af forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og bæjarstjórum sveitarfélaganna sex á blaðamannafundi í Ráðherrabústaðnum.

Fjárfesting upp á 120 milljarða króna

Heildarfjármögnun samgönguframkvæmda á svæðinu á tímabilinu er 120 milljarðar. Ríkið mun leggja fram 45 milljarða og sveitarfélög 15 milljarða. Gert er ráð fyrir að sérstök fjármögnun standi straum af 60 milljörðum króna. Hún verður tryggð við endurskoðun gjalda af ökutækjum og umferð í tengslum við orkuskipti eða með beinum framlögum við sölu á eignum ríkisins.

Á tímabilinu verða 52,2 milljarðar lagðir í stofnvegi, 49,6 milljarðar í innviði Borgarlínu og almenningssamgöngur, 8,2 milljarðar í göngu- og hjólastíga, göngubrýr og undirgöng og 7,2 milljarðar í bætta umferðarstýringu og sértækar öryggisaðgerðir. Þá verður þegar í stað ráðist í að innleiða stafræna umferðarstýringu á höfuðborgarsvæðinu.

https://vimeo.com/362596494"


Helstu framkvæmdir samkvæmt samkomulaginu

Þær framkvæmdir eru feitletraðar sem verður flýtt miðað við tillögu viðræðuhóps um uppbyggingu samgangna á höfuðborgarsvæðinu til 2033 frá nóvember 2018.


Framkvæmdir
Upphaf
Lok
Vesturlandsvegur: Skarhólabraut – Hafravatnsvegur
2019
2020

Reykjanesbraut: Kaldárselsvegur – Krísuvíkurvegur

 20192020

Suðurlandsvegur: Bæjarháls – Vesturlandsvegur

 2021
2021

Reykjanesbraut: Gatnamót við Bústaðaveg

 2021
2021

Arnarnesvegur: Rjúpnavegur – Breiðholtsbraut

 2021
2021

Sæbrautarstokkur: Vesturlandsvegur – Holtavegur

 2021
2022

Borgarlína: Ártún – Hlemmur

 2021
2023

Borgarlína:Hamraborg – Hlemmur 

 2021
2023

Miklabrautarstokkur: Snorrabraut – Rauðarárstígur

 2022
2023

Borgarlína: Hamraborg – Lindir

 2023
2024

Borgarlína: Mjódd – BSÍ

 2024
2026

Miklabrautarstokkur: Rauðarárstígur – Kringlumýrarbraut

 2024
2026

Reykjanesbraut: Álftanesvegur – Lækjargata

 2024
2028

Suðurlandsvegur: Norðlingavað – Bæjarháls

 2027
2027

Borgarlína: Kringlan – Fjörður

 2027
2030

Hafnarfjarðarvegur: Stokkur í Garðabæ

 2028
 2030
Borgarlína: Ártún – Spöng
2029
2031
Borgarlína: Ártún – Mosfellsbær
2031
2033

Nánari upplýsingar á samgongusattmalinn.is