Fréttir
  • Umferðin í ársbyrjun - Covid áhrifin

Samdrátturinn í umferðinni eykst hröðum skrefum

nemur nú 15,4 prósentum á höfuðborgarsvæðinu

25.3.2020

Umferðin á höfuðborgarsvæðinu það sem af er marsmánuði hefur dregist saman um 15,4 prósent sem er gríðarlegur samdráttur. Ekki er útlit fyrir annað en að þessi þróun haldi áfram a.m.k. þar til ekki verður lengur þörf á samkomubanni. Samdrátturinn jafngildir 0,6 prósenti á hverjum degi í mars.

Þetta má sjá í töflunni hér fyrir neðan, þrjú lykilsnið á höfuðborgarsvæðinu, umferðin samanlagt þessa daga, fjöldi bíla. Sjá má samdráttinn í prósentum þessa daga og að meðaltali á degi hverjum. En svo sem lesa má út úr töflunni þá hefur umferðin dregist saman um 15,4 prósent frá árinu áður, eða um að meðaltali 0,64 prósent á dag. Mestur er samdrátturinn um sniðið á Hafnarfjarðarvegi þar sem samdrátturinn nemur 21,2 prósentum eða 0,88 prósenti á dag. Þetta er gríðarlega mikill samdráttur í sögulegu samhengi.

Höfuðborgarsvæðið:

Tímabil Hafnarfjarðarv.
við Kópavogslæk
Reykjanesbr.
við Dalveg
Vesturlandsvegur
ofan Ártúnsbrekku
Samtals 
1. - 24. mars 2019 1.158.0981.520.7781.348.6274.028.000  
1. - 24. mars 2020   912.5261.316.354 1.179.318 3.408.000 -15,4%
 Samdráttur í % -21,2% -13,4% -12,6% 
Daglegur samdr.  -0,88% -0,56% -0,52% -0,64%
Á myndinni sem fylgir fréttinni má sjá samdráttinn frá áramótum. Það sést hvernig bláa línan dettur niður þegar líður á árið, en það er umferðin í ár um þessi lykilsnið, en gráa línan er umferðin í fyrra. Línurnar hliðrast aðeins meira í ár en venjulega þar sem það er hlaupár í ár og því er einn aukadagur í bláu línunni. Samdrátturinn sést greinilega en sveiflurnar í umferðinni skýrast að því að umferðin um helgar er svo miklu minni en á vikudögunum.
Athugasemd kl. 13:00 - leiðrétta þurfti prósentutölur fyrir daglegan samdrátt vegna reiknivillu.