Fréttir
  • Fjárheimildir til viðhaldsverkefna
  • Fjárheimildir til nýframkvæmda.
  • Óskar Örn Jónsson forstöðumaður framkvæmdadeildar Vegagerðarinnar kynnti áætlanir Vegagerðarinnar..

Rúmir 23 milljarðar til nýframkvæmda á árinu

Um 12 milljarðar áætlaðir í viðhald

3.2.2021

Þær framkvæmdir sem Vegagerðin boðar á árinu 2021 munu kosta ríflega 35 milljarða króna, þar af eru 23,4 milljarðar ætlaðir til nýframkvæmda og um 12 milljarðar til viðhalds. Fulltrúar Vegagerðarinnar kynntu þetta á útboðsþingi sem haldið var 27. janúar síðastliðinn. Þar kynntu ellefu fulltrúar opinberra aðila fyrirhugaðar verklegar framkvæmdir á árinu fyrir um 139 milljarða króna.

Stærsta einstaka verkið hjá Vegagerðinni er breyting á vegstæði Hringvegarins um Hornafjarðarfljót. Það er svokallað samvinnuverkefni opinberra og einkaaðila og mun kosta um sex milljarða. Sú leið mun stytta Hringveginn um tíu til tólf kílómetra.

Vegagerðin hyggst verja 2,2 milljörðum króna til framkvæmda við Suðurlandsveg á milli Fossvalla og Norðlingavaðs á næstu tveimur árum.

Jafnframt er áætlað að verja 3,5 milljörðum til áframhaldandi framkvæmda á veginum um Kjalarnes og allt að 3 milljörðum til þverunar Þorskafjarðar og sömu fjárhæð til Axarvegar sem er samvinnuverkefni.

Á næstu þremur árum verður farið í endurbætur á höfninni í Þorlákshöfn og ætlar til þess 2.790 milljónum króna.

Óskar Örn Jónsson forstöðumaður framkvæmdadeildar kynnti áætlanir Vegagerðarinnar en kynningu hans af fundinum má sjá hér.