Fréttir
  • Örlygshafnarvegur, Hvallátur

Örlygshafnarvegur (612) um Hvallátra í Látravík

Kynning á fyrirhuguðum framkvæmdum

24.4.2020

Vegagerðin kynnir fyrirhugaðar framkvæmdir á Örlygshafnarvegi (612) um Hvallátra í Látravík í Vesturbyggð. Til stendur að breyta núverandi Örlygshafnarvegi um Hvallátra á 1,75 km löngum kafla og færa veginn út fyrir frístundahúsabyggðina sem þar er vegna mikils ónæðis umferðar um svæðið. Fyrirhugað er að leggja nýjan veg ofan við frístundabyggðina á Hvallátrum, og beina með því umferðinni upp fyrir byggðina.

Nánar um þessa framkvæmd hér á vefnum þar sem líka er að finna kynningarskýrslu og teikningar.