Fréttir
  • Hálendiskort Vegagerðarinnar.

Opnun fjallvega

Gagnlegar upplýsingar á vef Vegagerðarinnar

8.5.2019

Hvenær opnast fjallvegir? Þetta er líklega spurning sem margir spyrja sig nú þegar veðrið leikur við landsmenn og hugur margra stefnir upp í fjöll. Fjallvegir eru þó flestir enn lokaðir og verða um hríð, þó líkur séu á að þeir verði opnaðir með fyrra fallinu í sumar vegna góðs árferðis.

Til að fylgjast með ástandi fjallvega og hvar er fært er gott að skoða vef Vegagerðarinnar en þar er að finna ýmis kort og gagnlegar upplýsingar.

Vegagerðin birtir að vori og fram á sumar hálendiskort sem sýnir hvar fjallvegir eru opnir. Kortið er uppfært jafnóðum og aðstæður breytast. Hálendiskortið hefur nýlega verið uppfært og veitir góða innsýn. Það má sjá hér.

Færðarkort Vegagerðarinnar birtir upplýsingar um færð á vegum, þar með talið fjallvegum. Sjá kort.

Þá er einnig hægt að skoða upplýsingabækling um opnun fjallvega sem sýnir áætlaða opnunardaga helstu fjallvega. Bæklinginn má finna hér.