Fréttir
  • Umsókn um styrkveg

Opið fyrir umsóknir um styrk til samgönguleiðar (styrkvegir)

nú er sótt um á mínum síðum

9.3.2021

Umsóknarfrestur vegna umsókna um styrkvegi er til 15. apríl nk. Nú þarf að sækja um þessa styrki rafrænt og er það gert á "Mínum síðum" Vegagerðarinnar. Því er þörf á rafrænum skilríkjum eða Íslykli. Að öðru leyti er fyrirkomulag umsóknarferilsins óbreytt.

Frekari upplýsingar er að finna hér á heimasíðunni undir þjónusta.

Sótt er um hér eða með því að smella á lásinn hér efst til hægri á síðunni.

Skv. vegalögum nr. 80/2007 er heimilt að ákveða fjárveitingu í vegáætlun til að styrkja tilteknar samgönguleiðir sem ekki falla undir skilgreiningar vega skv. lögunum.  Heimilt er að veita styrki til eftirfarandi samgönguleiða skv. reglum nr. 1155/2011:

  1. vega yfir fjöll og heiðar sem ekki teljast þjóðvegir;
  2. vega að bryggjum;
  3. vega að skíðasvæðum;
  4. vega að skipbrotsmannaskýlum;
  5. vega að fjallskilaréttum;
  6. vega að leitarmannaskálum;
  7. vega að fjallaskálum;
  8. vega innan uppgræðslu- og skógræktarsvæða;
  9. vega að ferðamannastöðum;
  10. vega að flugvöllum og lendingarstöðum sem ekki eru áætlunarflugvellir, en taldir eru upp í samgönguáætlun.

Umsækjandi skal leggja fram greinargóða lýsingu á fyrirhugaðri framkvæmd sem felur m.a. í sér upplýsingar um staðsetningu og notkun vegar, áætlaðan kostnað og aðra fjármögnun verksins.