Fréttir
  • Skráning á færð og aðstæðum
  • Kort með skráningu á færð og aðstæðum
  • Kort með skráningu á ákveðnum stað

Nýjungar á færðarkortum Vegagerðarinnar

20.2.2018

Vegagerðin innleiðir nú nýjungar á færðarkortunum þar sem hægt er að nálgast ýmsar ítarupplýsingar í benditexta þegar notandinn fer með mús yfir ákveðin svæði á kortunum eða þegar þessi svæði eru snert á tækjum með snertiskjá.

Benditexti inniheldur m.a. upplýsingar um færðarskráningu og þjónustutíma.  Einnig má sjá í benditexta upplýsingar um heiti veðurstöðvar og tímasetningu nýjustu upplýsinga frá stöðinni.  Þá má sjá í benditexta upplýsingar um lokun á ákveðnum stað á vegakerfinu, upplýsingar um vegavinnu o.fl.

Frekari upplýsingar um benditexta á færðarkortum Vegagerðarinnar er að finna á vefsíðu hér á vef Vegagerðarinnar.

Vefsíðum  með færðarkortum hefur einnig verið breytt á þann hátt að nú geta snjallsímanotendur þysjað og hliðrað („zoom“ og „pan“) færðarkortunum innan ákveðins kortaglugga á þessum vefsíðum án þess að þysja vefsíðurnar í heild sinni.

Vegagerðin vonar að þessi nýja framsetning upplýsinga í benditexta verði til að auka ánægju vegfarenda með vefinn en á „góðum óveðursdegi“ hafa yfir 80 þúsund notendur nýtt sér vef Vegagerðarinnar.  Þeim notendum vefsins sem vilja koma á framfæri ábendingum eða athugasemdum er bent á vefsíðu fyrir fyrirspurnir hér á vef Vegagerðarinnar.

Athugið að vandamál getur verið með Internet Explorer vafrann, eða IE11 og eldri vafra. Til að leysa það þarf að hreinsa söguna "clear browser history" í stillingum vafrans og þá ættu breytingarnar að virka sem skyldi.