Fréttir
  • Víkurskarð
  • Víkurskarð meðaltöl
  • Meðalvikudagaumferð
  • Umferðarspá Víkurskarð

100 fleiri bílar um Víkurskarð á degi hverjum árið 2014

umferðin um Víkurskarð jókst um 8,6 prósent í fyrra

14.1.2015

Umferðin um Víkurskarð austan Akureyrar jókst um 8,6 prósent í fyrra en það jafngildir því að 100 fleiri bílar fórum um skarðið að meðaltali á degi hverjum allt árið. Þannig fóru að meðaltali tæplega 1230 bílar á dag. Mest varð aukningin í sumarumferðinni en þá fóru daglega 2155 bílar um skarðið, að meðaltali.

Umferðartalningar í Víkurskarði
Nú liggja fyrir niðurstöður umferðartalninga í Víkurskarði fyrir árið 2014.  Niðurstaðan er sú að tæplega 450 þús. ökutæki fóru um skarðið árið 2014 borið saman við tæplega 413 þús. ökutæki árið áður.  Þetta er því aukning um 8,6% eða um 37 þús. ökutæki. Slík aukning samvarar því að 100 ökutækjum fleira hafi ekið um Víkurskarð hvern einasta dag ársins 2014 miðað við árið á undan.
Séu reiknuð meðaltöl Vegagerðarinnar skoðuð varð meðalumferð á dag, alla daga ársins, (ÁDU) 2014 tæplega 1230 ökutæki á sólarhring.  Þetta er þriðja mesta ÁDU-meðaltal frá upphafi.

Nýtt met var hins vegar slegið í sumardagsumferðinni (SDU) en aldrei hafa fleiri bílar farið um skarðið á tímabilinu frá og með júní til og með sept. eða 2155 bílar á sólarhring að meðaltali. Rúmlega 8% samdráttur varð í hins vegar í vetrardagsumferðinni (VDU), vegna mun minni umferðar fyrstu 3 mánuði ársins 2014.


Umferðin eftir vikudögum
Að meðaltali jókst umferðin alla vikudaga en mest á mánu- og þriðjudögum. Þetta gæti gefið vísbendingu um að aukningin sé að stórum hluta atvinnutengd.  Föstudagar eru umferðarmestir en þriðjudagar minnstir.


Spá Vegagerðarinnar
Samkvæmt spá Vegagerðarinnar frá byrjun árs 2012, virðist raunumferðin fyrir árið 2014 liggja mitt á milli líklegustu spár og háspár.