Fréttir
  • Umferðin frá 2005
  • Umferðin eftir mánuðum
  • Meðalumferð eftir vikudögum 2014

Mesta umferð frá upphafi mælinga á Hringveginum

Ekki hefur mælst meiri umferð síðan þessar mælingar hófust

5.1.2015

Aldrei hefur mælst meiri umferð á Hringveginum en nýliðið ár. Umferðin jókst um ríflega 6 prósent á árinu sem er gríðarmikil aukning. Þótt aukningin sem slík sé ekki met þá hefur umferðin í heildina aldrei verið meiri.

Aukning mikil þrátt fyrir nokkra ófærð

Þrátt fyrir talsverða ófærð jókst umferðin í desember 2014 um rúmlega 6% miðað við sama mánuð árið 2013. Umferð jókst um öll landssvæði fyrir utan Norðurland en þar dróst umferðin saman um 6,6% miðað við desembermánuð árið 2013. Mest jókst umferðin um höfuðborgarsvæðið eða um tæp 10%. Þetta verður að teljast afar mikil aukning á þessu svæði og því rétt að ítreka og benda á að eftir á að rýna allar tölur fyrir árið 2014.


Umferðin 2014 slær met
Þegar allt árið er gert upp þá hefur umferðin því aukist um tæp 6%, sem er gríðar mikil aukning. Leita þarf allt aftur til ársins 2007 til að finna meiri aukingu á milli ára. Það verður fróðlegt að sjá hvort umferð aukist jafn mikið næsta ár eða verði hóflegri. Þessi mikla aukning, með þeim fyrirvörum sem áður hafa verið nefndir, felur það í sér að nýtt met hefur verið slegið í umferðinni um Hringveginn. Aldrei hefur mælst jafn mikil umferð um hann og nýliðið ár.


Samanburdur-desemberTalnaefni.

Umferðin eftir vikudögum
Umferðin á Hringveginum var að meðaltali lang mest á föstudögum en minnst mánudaga til og með miðvikudaga.. Meðalumferðin á fimmtudögum kemst næst því að vera sú sama og meðaltalið er yfir árið.

Meðalumferð eftir vikudögum 2014