Fréttir
  • Álftanesvegur næsti áfangi
  • Álftanesvegur kort með hjáleið
  • Álftanesvegur hjáleið
  • Álftanesvegur hjáleið
  • Álftanesvegur hjáleið
  • Álftanesvegur næsti áfangi
  • Álftanesvegur næsti áfangi
  • Álftanesvegur næsti áfangi
  • Álftanesvegur næsti áfangi
  • Álftanesvegur næsti áfangi
  • Álftanesvegur fyrri áfangi
  • Álftanesvegur fyrri áfangi
  • Álftanesvegur fyrri áfangi

Álftanesvegur næsti áfangi, hjáleið

í næsta áfanga verður nauðsynlegt að fara hjáleið

24.10.2014

Unnið verður að nýjum áfanga á Álftanesvegi, frá og með mánudeginum 27. október. Þær framkvæmdir fela í sér að fara þarf hjáleið um Garðaholt og Garðaveg. Vegfarendur eru hvattir til að fara varlega enda vegurinn mjór miðað við þá umferð sem um hann þarf að fara á framkvæmdatímanum.


Unnið verður við þennan áfanga frá hádegi mánudaginn 27. október, næstkomandi, og reiknað er með að vinnunni ljúki föstudaginn 7. nóvember og þá verði hægt að hleypa umferðinni á nýja kaflann.

Fyrri áfanga á þessum stað er lokið að því leiti að umferði hefur verið hleypt á veginn en eftir er að setja vegrið á milli akbrautar og göngustígs. 

Seinni áfangann á þessum kafla má sjá á meðfylgjandi korti en vegurinn verður breikkaður á þessum kafla líkt og þeim fyrri sem er nær Álftanesinu. Hjáleiðin liggur um Garðaholt og Garðaveg sem er mjór vegur og með misgóðu bundnu slitlagi, vegfarendur þurfa því að fara varlega, einsog alltaf í umferðinni, og taka mið af aðstæðum. Búast má við að á álagstímum hægi á umferðinni.