Fréttir
  • Kjálkafjörður - síðla ágúst 2014
  • Kjálkafjörður - síðla ágúst 2014
  • Kjálkafjörður - síðla ágúst 2014
  • Eiði-Þverá

Umferð hleypt á þverun yfir Kjálkafjörð

Vestfjarðavegur (60) styttist við það um 4 km

19.9.2014

Umferð var hleypt á þverun og brú yfir Kjálkafjörð á sunnanverðum Vestfjörðum í síðustu viku. Vestfjarðavegurinn (60) hefur þá styst um 4 km við þetta. Áfram er unnið að verkinu Eiði-Þverá en að því loknu heyrir 24 km malarkafli sögunni til en í staðinn verður kominn 16 km uppbyggður nútímavegur.


Það er Suðurverk sem vinnur verkið en nú er komið bundið slitlag á stóran hluta verksins. Klæðing var lögð á hluta vegarins fyrr í sumar og einnig var lagt bundið slitlag á þverunina yfir Kjálkafjörð. Enn er eftir að ljúka við þverun yfir Mjóafjörð, sjá kort og einnig meira um framkvæmdina hér.

Verkinu verður að fullu lokið síðla sumars 2015.

Myndirnar sem fylgja voru teknar um hálfum mánuði áður en bundið slitlag var lagt á þverunina og umferð hleypt á.