Fréttir
  • Á þjóðvegi

Fleiri norður í ár - færri austur

meiri umferð þessa verslunarmannahelgi

5.8.2014

Umferðin um verslunarmannahelgina var ríflega 6 prósentum meiri í ár en í fyrra, umferðin á Norðurlandi jókst mest eða um nærri 30 prósent en hún dróst saman um nærri 5 prósent á Suðurlandi. 

Samantekt

Vegagerðin hefur nú tekið saman umferðartölur um 16 lykilteljara Vegagerðarinnar á Hringvegi, um nýliðna verslunarmannahelgi, eða frá föstudegi til og með mánudegi. Samkvæmt þeim tölum jókst umferðin um 6,2% á milli ára, þessa helgi. Svo virðist sem straumurinn hafi legið til norðurs því  umferðin um Suðurland dróst saman um 4,6% milli ára meðan hún jókst um öll önnur landssvæði. Mest jókst umferðin um Norðurland eða um 27,6%, sjá töfluna hér fyrir neðan.


Verslunarmannahelgin

Vakin er athygli á því að heildarúrtakið er 342.771 ökutæki sem fór um sniðin árið 2013, meðan 363.966 ökutæki fóru um sniðin árið 2014 og langstærsti hluti úrtaksins fer um snið í og við höfuðborgarsvæðið. Athugið að þetta segir ekki til um heildarfjölda ökutækja, heldur um ferðir um sniðin því sami bíll getur verið talinn oftar en einu sinni.