Fréttir
  • Umferð á höfuðborgarsvæðinu
  • Umferðin með spá út árið
  • Umferðin eftir mánuðum

Mikil aukning umferðar á höfuðborgarsvæðinu í maí

stefnir í metár í umferðinni í ár

3.7.2014

Umferðin á höfuðborgarsvæðinu jókst mikið í maí sl. eða um 4,5 prósent en heldur minni aukning varð í júní eða 1,6 prósent. Nú stefnir í að umferðin árið 2014 á svæðinu verði sú mesta síðan mælingar um þrjú mælisnið hófust.


Milli mánaða 2013 og 2014
Umferðin á höfuðborgarsvæðinu reyndist 4,5% meiri í maí sl. og 1,6% meiri í nýliðnum júní, í þremur mælisniðum Vegagerðarinnar innan höfuðborgarsvæðisins. Ekki hefur mælst meiri umferð í þessum tveimur mánuðum frá því að þessi samantekt hófst árið 2005.

Frá áramótum milli áranna 2013 og 2014
Umferðin um þessi þrjú mælisnið hefur aukist um 3,5% það sem af er ári.

Horfur út árið 2014
Þegar árið er hálfnað gefa þessi þrjú mælisnið vísbendingu um að umferðin geti aukist um tæplega 4% á höfuðborgarsvæðinu milli ára.  Miðað við umferðina um þessi þrjú mælisnið þá náði hún hámarki árið 2008, á höfuðborgarsvæðinu, en gangi spá Vegagerðarinnar hins vegar eftir þá gæti umferðin nú í ár orðið sú allra mesta sem mælst hefur á götum höfuðborgarsvæðisins frá upphafi. 

Athyglisvert og án ábyrgðar
Það er athyglivert að bera saman umferðina um Hringveginn annars vegar og höfuðborgarsvæðið hins vegar, því ef marka má fylgni milli hagvaxtar og umferðarþróunar þá virðist kreppunni eftir hrun lokið. Kreppan hefur þá, ef fylgni er á milli umferðar og hagvaxtar, verið V- laga á höfuðborgarsvæðinu en U laga úti á landi. Sjá myndir í fréttinni hér fyrir ofan og í frétt frá því á þriðjudag, hér. Sjá líka myndirnar hér fyrir neðan:



Umferðin á Hringveginum:

Umferðin með spá út árið


















Umferðin á höfuðborgarsvæðinu:

Umferðin með spá út árið