Fréttir
  • Umferð á þjóðvegi

Aukin jákvæðni í garð Vegagerðarinnar

samkvæmt árlegri könnum um þjóðvegi landsins

3.6.2014

Heldur fleiri eru nú jákvæðir í garð Vegagerðarinnar en áður, hafa ekki verið fleiri í tíu ár, samkvæmt könnun Maskínu fyrir Vegagerðina sem er gerð tvisvar á ári, sumar og vetur. Einnig er spurt um til dæmis hálkuvarnir og snjómokstur.


Nú eru um 65% aðspurðra jákvæð gagnvart Vegagerðinni en rétt rúm sjö prósent neikvæð. Meðaltalshlutfallið hækkar á milli ár úr 3,51 í 3,74. Sjá mynd neðar í fréttinni.

Um 30% telja Vegagerðina standa sig vel í að breikka vegi og tvöfalda akreinar en um 28% telja vegagerðina sinna því illa, flestir segja í meðallagi vel/illa. Sjá mynd.

Hinsvegar telja mun fleiri að Vegagerðin standi sgi vel í að sinna hálkuvörnum eða um 50%, en um 15% telja því illa sinnt.

Enn fleiri eru ánægðir með snjómoksturinn því rúm 58% telja honum vel sinnt á meðan rúm 10% telja að svo sé ekki.

Þá telja meira en 61% að þeir séu öryggir þegar þeir aka um þjóðvegi landsins en 12 telja sig óörugga.


Jakvaedni-mai-2014
















Breikka-vegi-mai-2014















Halkuvarnir-mai-2014















Snjomokstur-mai-2014















Oryggi-mai-2014