Fréttir
  • Umferðin í Reykjavík jókst í júlí
  • Umferðin með spá út árið
  • Umferðin eftir mánuðum

Mikil aukning umferðar á höfuðborgarsvæðinu í mars

umferðin jókst um 6,5 prósent

7.4.2014

Umferðin á höfuðborgarsvæðinu, um þrjú mælisnið Vegagerðarinnar, jókst um 6,5 prósent í nýliðnum mars. Þá hefur umferðin aukist um nærri fimm prósent frá áramótum og með sama áframhaldi yrði umferðin sú mesta síðan mælingar hófust í ár.

Milli mánaða 2013 og 2014
Umferðin á höfuðborgarsvæðinu reyndist 6,5% meiri í nýliðnum mars miðað við sama mánuð á síðasta ári, yfir þrjú mælisnið Vegagerðarinnar.Mest jókst umferðin á Reykjanesbraut við Dalveg eða um 8,2% en minnst um Vesturlandsveg í Ártúnsbrekku eða 5%.

Það sem af er ári 2013 og 2014
Umferðin yfir umrædd mælisnið hefur aukist um 4,9%, frá áramótum borið saman við sama tímabil á síðasta ári. Er þetta mesta aukning miðað við árstíma síðan árið 2007.

Horfur út árið
Svipaðar horfur eru út árið 2014 nú eins og gert var ráð fyrir þegar febrúartölur lágu fyrir. Áfram eru góðar líkur á því að umferðin um höfuðborgina verði sú mesta frá því að mælingar hófust, árið 2014. Til þess að þetta breytist þurfa næstu mánuðir að vera mjög rólegir.