Fréttir
  • Herjólfur í Landeyjahöfn

Öldudufl við Landeyjahöfn bilað

verður skipt út við fyrsta tækifæri

13.3.2014

Ölduduflið í Landeyjahöfn er bilað og beðið er færis á því að skipta því út. Duflið sýnir ölduhæðina og hafa menn notað aðgengi þess á heimasíðu Vegagerðarinnar til að fylgjast með ölduhæðinni og þá aðstæðum til siglinga í Landeyjahöfn.


Líka má sjá ölduspá hér á vefnum. Smellt er á kassann merkt Veður og sjólag á forsíðunni og þar er valið "Öldudufl" vinstra megin, undir "Aðara upplýsingar", eða skoða "Tilraunaverkefni" undir "Spár" og velja þar "Landeyjahöfn" og þar má fylgjast með stöðu mála og spánni, þegar nýtt dufl veður komið upp.

Það náðist ekki að skipta út duflinu fyrir veðrið núna en það verður gert um leið og færi gefst.