Fréttir
  • Úr umferðinni í Reykjavík
  • Umferðin 2005 - 2013
  • Umferðin eftir mánuðum

Mesta aukning í akstri á höfuðborgarsvæðinu síðan árið 2007

aksturinn hefur nú aukist tvö ár í röð

9.1.2014

Akstur á höfuðborgarsvæðinu var 2,7 prósentum meiri árið 2013 en árið 2012. Þá hefur aksturinn aukist tvö ár í röð eftir samdrátt árin þar á undan. Heildaraksturinn er rúmlega það sem hann var árið 2009. Umferðin á höfuðborgarsvæðinu eykst þannig hraðar og fyrr en á Hringveginum samanber fyrri frétt.

Milli mánaða 2012 og 2013
Áætlað er að akstur, um 3 mælisnið Vegagerðarinnar á höfuðborgarsvæðinu, hafi aukist um 1,8% á milli desembermánaða. Þetta er algerlega í samræmi við það sem búist hafði verið við samkvæmt. reiknilíkani Vegagerðarinnar.

Milli ára 2012 og 2013
Þegar árið 2013 hefur verið gert upp, fyrir þessi 3 mælisnið, kemur í ljós að aksturinn í heild, jókst um 2,7% á milli ára. Líkt og á Hringveginum hefur ekki mælst jafn mikil aukning síðan árið 2007.
Umferðin innan höfuðborgarsvæðisins virðist hafa tekið að vaxa á ný einu ári á undan því sem almennt var að gerast út á Hringveginum, því þetta er annað árið í röð þar sem aksturinn eykst á milli ára. Á síðasta ári var heldur minni auking á milli ára eða 1,6% en árin þar á undan hafði aksturinn dregist saman samfellt frá árinu 2008. 

Heildarakstur innan höfuðborgarsvæðisins er nú rétt rúmlega það sem hann var árið 2009.

Niðurstaðan er því sú, ef marka má þessi þrjú mælisnið og 16 lykilteljara á Hringvegi, að áhrif kreppunnar á akstur innan höfuðborgarsvæðisins virðist vera mun minni en úti á Hringveginum.