Fréttir
  • Umferðin á höfuðborgarsvæðinu með spá út árið
  • Umferðin eftir mánuðum

Meira ekið á höfuðborgarsvæðinu í ágúst

búist við að aksturinn verði um þremur prósentum meiri í ár

5.9.2013

Aksturinn um þrjú mælisvið Vegagerðarinnar á höfuðborgarsvæðinu jókst um 1,5 prósent í ágúst. Útlit er fyrir sömu aukningu árið í heild eins og á Hringveginum eða um þrjú prósent. 


Milli mánaða:
Áætlað er að akstur, í þremur mælisniðum á höfuðborgarsvæðinu, hafi aukist um 1,5% milli ágúst mánaða 2012 og 2013. Ef frá er talinn mars mánuður þá er þetta minnsta aukning milli mánaða, það sem af er ári.

Milli ára
Mælisniðin þrjú sýna að miðað við það sem af er ári gæti akstur innan höfuðborgarsvæðisins hafa aukist um 3,4% miðað við síðasta ár.  Þetta er svipuð aukning og var árið 2008, þegar mest var ekið um höfuðborgarsvæðið fram til þessa.

Þrátt fyrir þessa aukningu nú í ár vantar enn um 2,5 prósentustiga aukningu til að aksturinn á höfuðborgarsvæðinu ná því sem hann var árið 2008.

Horfur út árið 
Búist er við því að akstur á höfuðborgarsvæðinu aukist svipað og á Hringvegi nú í ár eða um 3%.


Athygli vegfaranda er vakin á því að nú fer í hönd, að jafnaði, umferðarmesti mánuður ársins á höfuðborgarsvæðinu.