Fréttir
  • Umferðin
  • Umferðin eftir mánuðum á Hringveginum
  • Umferðin með spá út árið

Umferðin á Hringveginum eykst í ár

mesta aukning það sem af er ári síðan fyrir hrun

4.9.2013

Umferðin á Hringveginum í ágúst jókst að meðaltali um 0,6 prósent og er svipuð aukning og í fyrra. Nú er ljóst að umferðin í ár eykst verulega miðað við það sem gerst hefur eftir hrun eða hugsanlega um þrjú prósent allt árið.

Milli mánaða
Umferðin á Hringveginum í ágúst jókst að meðaltali um 0,6% í 16 mælisniðum Vegagerðarinnar milli áranna 2012 og 2013. Þessi aukning er svipuð því sem hún var á sama tíma í fyrra en leita þarf aftur til ársins 2009 til að finna meiri aukningu milli ágúst mánaða.

Mest jókst umferðin um mælisnið á Austurlandi eða 6,3% og litlu minna yfir mælisnið á Suðurland eða 6,1%.

Mest drógst umferðin saman um mælisnið á Norðurlandi eða 3%.


SamabAgust2013


Frá áramótum
Nú hefur umferðin um þessi 16 mælisnið Vegagerðarinnar aukist um 3,3% frá áramótum og er það mesta aukning síðan fyrir hrun eða síðan árið 2007.
 
Mest hefur umferðin aukist um mælisnið á Austurlandi eða um tæp 12% en á það ber að líta að umferðin um Austurland vegur einungis um 2% af samanlögðum lykilteljurum Vegagerðarinnar. það vegur þyngst að umferðin um Suðurland hefur aukist um 5,2%, þegar á heildina er litið.
Umferðin frá áramótum hefur ekki dregist saman á neinu landssvæði, miðað við það sem af er ári. Slíkt hefur aðeins gerst einu sinni áður frá því að þessi samanburður hófst eða á milli áranna 2005 og 2006.

Horfur út árið
Horfur út árið eru svipaðar frá því fyrr í vor þó útlit sé fyrir heldur meiri aukningu.  Nú sýnir reiknilíkanið að umferðin geti aukist talsvert í þeim mánuðum sem eftir eru af árinu miðað við síðasta ár og hátt í 10% í nóvember. Ástæður þessa eru þær að haustið 2012 var undir meðallagi miðað við fyrri helming ársins. Slíkt gæti gerst aftur því er varlegt að gera ekki ráð fyrir meiri aukningu en 3% miðað við síðasta ár.