Fréttir
  • Umferðarspá 2012-2060
  • Umferðarspá 2012-2060 heildarakstur

Umferðarspá 2012 – 2060

gildandi langtímaspá Vegagerðarinnar hefur verið endurskoðuð til ársins 2060.

19.7.2013

Vegagerðin hefur nú endurskoðað langtímaspá sína. Reiknað er mest með tæplega tveggja prósenta árlegum vexti í háspá, en 1,23 prósent í miðspá, sem er töluvert minna en í fyrri spá.

Nú hefur gildandi langtímaspá Vegagerðarinnar verið endurskoðuð til ársins 2060.
Helstu nýmæli frá fyrri spá eru:

  • Birt er þróun (línurit) þriggja spáafbrigða, lágspá, miðstá og háspá.
  • Könnuð var fylgni nokkurra hagrænna kennitalna við heildarakstur á landinu.
  • Spáð er mismunandi aksturþróun á hvern skráðan bíl.

Þegar spáin var endurskoðuð síðast, árið 2006, var almennt búist við meiri árlegum vexti en nú er gert ráð fyrir.  En þá verður að hafa í huga að síðasta spá hafði ekki jafn langan gildistíma og munur spáafbrigða eingöngu fólgin í mismunandi mettunartölum í bílaeign.

 Spár 2005-2045  2012-2060   
 Lágspá 1,48 %   0,54 % árlegur vöxtur 
 Miðspá 1,86 % 1,23 %  árlegur vöxtur  
 Háspá 2,13 %  1,91 %  árlegur vöxtur  
Hagstofa Íslands gerir ráð fyrir að íbúafjöldi á landinu verði á bilinu 386.500 – 493.800 manns. Í kjölfar þess spáir umferðardeild Vegagerðarinnar að árið 2060 verði:

  • Fjöldi bíla á bilinu 353 – 537 þúsund.
  • Heildarakstur á hvern skráðan bíl á bilinu 10,9 – 13,8 þúsund km.
  • Heildarakstur á bilinu 3.856 – 7.389 milljón km.

Helstu tíðindi að mati skýrsluhöfundar:

  • Mikil fylgni milli heilaraksturs og vergrar landsfamleiðslu (hagvöxtur).
  • Lítil fylgni milli heildaraksturs og þróun bensínverðs.
  • Lítil fylgni milli heildarfjölda skráðra bíla og aksturs á hvern skráðan bíl.