Fréttir
  • Frá opnun Héðinsfjarðarganga

Meiri umferð í nýju göngunum

Bæði í Héðinsfjarðargöngum og Bolungarvíkurgöngum

3.7.2013

Umferðin það sem af er ári í Héðinsfjarðargöngum og Bolungarvíkurgöngum hefur aukist um 2,5 - 3.0 prósent frá sama tíma í fyrra. Mest er umferðin á föstudögum en minnst á sunnudögum.

Bolungarvíkurgöng/Óshlíð

Það sem af er ári hefur umferðin um Bolungarvíkurgöng aukist um 2,9% miðað við sama tímabil á síðasta ári.  Haldi þessi þróun áfram má reikna með að meðalumferðin (ÁDU) í göngunum verði um 780 bílar á sólarhring. Það er aðeins undir umferðinni árið 2011 en þá var meðaltalið (ÁDU) 797 bílar á sólarhring, sjá línuritið hér fyrir neðan.





Umferðin hegðar sér mjög svipað og árið 2011.  Páskatoppur nánast sá sami og í fyrra, en á þeim tíma virðist jafnan vera mest ekið um Bolungarvíkurgöng.

Meðalumferð í Bolungarvíkurgöngum og um Óshlíð


Þótt umferðin um páskana sé hvað mest yfir árið á einstaka dögum er umferðin samt að meðaltali mun þyngri yfir sumarmánuðina eins og sjá má á stöplaritinu hér fyrir neðan .  Það sem af er ári er umferðin meiri en árið 2012 í fjórum mánuðum af sex.  Umferðin í júní sl. er 9 prósentum meiri en í sama mánuði árið 2012.



















Sé litið til umferðar eftir vikudögum þá standa föstudagar upp úr en minnst er ekið um göngin á sunnudögum.  Eins og sést á stöplaritinu virðist umferðin árið 2012 hafa dregist jafnt saman yfir alla daga vikunar, sem er frekar óvanalegt að sjá því yfirleitt skera helgar sig frá virkum dögum þegar umferð eykst eða dregst saman. Það er óvanalegt sem sagt að þetta gerist svona jafnt yfir alla daga vikunar.  Þetta gæti bent til þess að þessi samdráttur á milli áranna 2011 og 2012 sé fyrst og fremst vegna heimamanna.  Það verður gæti því fróðlegt að skoða árið 2013, þegar það liggur fyrir hvort það sama gerist þegar umferð eykst, þ.e.a.s. að aukningin dreifi sér á alla daga vikunar.

Meðalumferð í Bolungarvíkurgöngum eftir vikudögum
















Héðinsfjarðargöng
Um 2,6 prósenta aukning hefur orðið á umferð það sem af er ári miðað við síðasta ár í Héðinsfjarðargöngum.  Verði þetta niðurstaðan þegar árið er gert upp má búast við að meðalumferðin verði um 555 bílar á sólarhring, sem yrði þá mesta umferð sem mælst hefur um Héðinsfjarðargöng á heilu ári frá því að þau voru opnuð haustið 2010.

Á línuritinu sést að páskatoppurinn nú í ár er ekki eins mikill og á síðasta ári en svo virðist sem umferðin sé jafnari yfir árið það sem af er árinu.




Metumferð var í nýliðnum júní mánuði, en þá fóru 732 bílar á sólarhring að meðaltali á dag um göngin. Síðasta ár fóru 653 bílar á sólarhring um göngin í júní en árið 2011 var þessi tala 667 bílar á sólarhring.

Eins og sést á stöplaritinu hér fyrir neðan að þá er í raun metumferð í öllum mánuðum ársins ef frá er talinn apríl.  Það verður því fróðlegt að sjá hvort metið í júlí verði slegið nú í ár.

Meðalumferð í Héðinsfjarðargöngum eftir mánuðum

Hér fyrir neðan gefur að líta stöplarit, sem sýnir hvernig umferðin hagar sér eftir vikudögum. Eins og sjá má jókst umferðin eða stóð í stað á flestum virkum dögum milli áranna 2011 og 2012 en dróst klárlega saman um helgar. Þetta má sjálfsagt túlka á marga vegu en ein túlkunin gæti verið sú að árið 2011 var fyrst heila árið eftir opnun og því sé forvitnisumferð um helgar að dragast saman milli áranna 2011 og 2012.  Það verður spennandi að sjá hvernig þetta uppgjör verður fyrir árið 2013.  T.d. hvort að umferð á virkum dögum aukist miðað við helgarnar. Nú  eða hvort helgarumferð  aukist aftur. Það gæti sagt til um hvernig umferð er að fara um göngin, forvitnis og ferðamanna umferð eða atvinnuumferð. 

Meðalumferð í Héðinsfjarðargöngum eftir vikudögum