Fréttir
  • Hálkuvarnir
  • Snjómokstur
  • Ánægja með Vegagerðina
  • Bæting vega og slitlaga
  • Heimasiðan

Mikil ánægja með heimasíðu Vegagerðarinnar

samkvæmt könnun sem Maskína hefur unnið fyrir Vegagerðina

15.5.2013

Ríflega 85 prósent svarenda í könnun Maskínu fyrir Vegagerðina nota heimasíðu Vegagerðarinnar til að afla sér upplýsinga, tæp 30 prósent nota Textavarpið og 18 prósent hringja. Af þeim sem nota heimasíðuna eru 84 prósent ánægð með hana og einungis 2 prósent óánægð. 

Tæp 56 prósent eru jákvæði gagnvart Vegagerðinni, 34 prósent hlutlaus og rúm 10 prósent neikvæð.  

Þá eru 34 prósent hlutlaus en heldur færri eru jákvæð gagnvart Vegagerðinni en undanfarin ár, þeim neikvæðu fjölgar ekki að ráði en hlutfall hlutlausra eykst.  

Ríflega 20 prósent telja Vegagerðina almennt standa sig í því að bæta vegi eða slitlag, nærri 41 prósent telur Vegagerðina standa sig í meðallagi en 38 prósent að hún standi sig illa.

Varðandi hálkuvarnir telja tæp 49 prósent Vegagerðina standa sig vel, rúmt 41 prósent telur hana standa sig í meðallagi en tæp 10 prósent að Vegagerðin standi sig illa.

Flestir eru hins vegar ánægðir með hvernig Vegagerðin stendur sig í snjómokstri. Ríflega 61 prósent segir Vegagerðina standa sig vel, tæp 30 prósent eru hlutlaus en níu prósent telja Vegagerðina standa sig illa.

Könnunin í heild sinni.