Fréttir
  • Spá út árið 2013
  • Umferðin í hverjum mánuði

Umferð dregst saman í apríl

minni umferð í apríl en aukning fyrstu fjóra mánuði ársins

2.5.2013

Umferðin á Hringvegi, á 16 völdum talningarstöðum Vegagerðarinnar, dróst saman um 4,6 prósent í apríl miðað við sama mánuð fyrir ári síðan. Þetta er heldur meiri samdráttur en búast mátti við, en búast mátti við samdrætti vegna páskanna.

Umferðin fyrstu fjóra mánuði ársins hefur hinsvegar aukist eða um 5,3 prósent miðað við fjóra fyrstu mánuði ársins í fyrra.  

 

Milli aprílmánaða 2012 og 2013

Leita þarf allt aftur til ársins 2005, til að finna minni umferð í apríl, um þessa staði.

Eins og áður hefur komið fram, í fyrri fréttum Vegagerðarinnar, þá gæti hluti skýrangarinnar á miklum umferðarsveiflum milli mars- og aprílmánaða, verið sú að páskarnir voru í apríl á síðasta ári en í mars nú í ár.

Vegna staðsetningu páskanna nú í ár borin saman við árið 2012, hefði mátt búast við því að umferðin í nýliðnum apríl, gæti orðið eitthvað minni miðað við síðasta ár. Fljótt á litið, þegar tekið var tillit til þess að umferðarmagnið í janúar, febrúar og mars á þessu ári, hafði aukist talsvert miðað við síðasta ár, er 4,6% samdráttur nú í apríl heldur meira en við var að búast.

 

Samdráttur mældist í öllum landssvæðum en mest um Norðurland eða um 14% en minnst í grennd við Höfuðborgarsvæðið eða einungis 0,2%, sjá meðf. töflu.

 

 

 

 

 

 

Frá áramótum 2012 og 2013

Eins og sést á meðf. töflu að þrátt fyrir mikinn samdrátt í apríl, hefur umferðin aukist um 5,3% það sem af er ári borin saman við sama tímabil síðasta árs.

Mest hefur umferðin aukist um Suðurland eða 10,4% en minnst um Austurland en þar hefur umferðin dregist saman um 2,8%. Leita þarf aftur til ársins 2006, til að finna meiri heildar aukningu milli ára, fyrir sambærilegt tímabil.

Horfur út árið 2013

Miðað við alla eðlilega fyrirvara og sé tekið mið af þróun umferðar í einstaka mánuðum frá árinu 2005, virðist nú miðað við fjóra fyrstu mánuði ársins stefna 2 - 3% aukningu í umferð um Hringveginn.