Fréttir
  • Umferðin í mars
  • Umferðin með spá út árið 2013

Mikil aukning umferðar á Hringvegi

frá áramótum hefur umferðin aukist um nærri 10 prósent

2.4.2013

Umferðin á Hringveginum, á 16 lykilstöðum Vegagerðarinnar, jókst mikið í marsmánuði eða um 10,6 prósent miðað við marsmánuð 2012. Þetta mikil aukning hefur ekki mælst síðan samantekt sem þessi hófst árið 2005. Páskar spila inn í þetta en þeir lenda að mestu á marsmánuði í ár en á aprílmánuði í fyrra. Það skýrir þó ekki alla þessa aukningu. 

 

Enda hefur umferðin nú aukist alla mánuði ársins og uppsafnað frá áramótum hefur hún aukist um 9,5 prósent sem er mjög mikið. Samdráttur hefur verið í umferðinni í ársbyrjun allt aftur til ársins 2008.

 

 

Milli marsmánaða 2012 og 2013:

Mikil aukning var í umferðinni á Hringveginum í nýliðnum marsmánuði ef borið saman við sama mánuð árið 2012, eða um 10,6%. Svona mikil aukning milli marsmánaða hefur ekki mælst síðan þessi samantekt hófst árið 2005. Fram að þessu hafði munurinn mestur mælst milli marsmánaða 2007 og 2008 eða um 10,3%. Ekki er langt síðan að mikill samdráttur mældist á milli sömu mánaða en það var á árunum 2010 og 2011, þegar samdrátturinn var 15,6%.

Mikil aukning mælist nú á öllum landssvæðum fyrir utan Austurland en þar mælist 2,5% samdráttur, en mars árið 2012 var líka óvenju stór.

Í þessu sambandi er vert að hafa í huga hvenær páskar eru á árinu hverju sinni, það getur stundum ýkt muninn á milli ára. Sem dæmi má nefna þá voru páskarnir 28. mars til 1 apríl nú í ár en 5. til 9. apríl árið 2012. Það má því segja að mest öll páskaumferðin hafi lent mars megin nú í ár meðan hún var öll apríl megin á síðasta ári. Það var því við því að búast að mars, nú í ár kæmi mun hagstæðara út miðað við mars 2012. Það ætti heldur ekki að verða óvænt tíðindi ef apríl umferð mælist frekar lítil nú í ár borin saman við árið 2012.

Líkt og sést á töflunni hér fyrir neðan þá eykst umferðin á öllum landssvæðum utan Austurlands en langmest á Suðurlandi eða um rúm 24%. Aukningin á Austurlandi er rúm 12 prósent, 8,4% við höfuðborgarsvæðið og um 4,4,% á Norðurlandi.

 

 

 SamabMars2013

 

 

 

Milli áranna 2012 og 2013:

Það sem af er ári er umferðin nú 9,5% meiri en hún var árið 2012, sem einnig er mesta aukning, m.v. árstíma, frá því að þessi samanburður hófst. Leita þarf alla leið aftur til ársins 2008 til að finna jákvæðan mun á milli ára á þessum árstíma. En þess ber að geta, eins og áður hefur komið fram, að árið 2008 voru páskarnir allir í mars mánuði svipað því sem nú er.

Þrátt fyrir að páskarnir spili stóran þátt í umferðinni um Hringveginn, verður ekki hjá því litið að umferðin hefur nú mælst mun meiri í öllum mánuðum ársins 2013 borið saman við árið 2012.

Athugið að 2013 tölurnar eru óryndar og gætu hugsanlega breyst.