Fréttir
  • Snjómokstur mynd 7
  • Snjómokstur mynd 01
  • Snjómokstur mynd 2
  • Snjómokstur mynd 4
  • Snjómokstur mynd 8
  • Snjómokstur mynd 1 Snjóflóð í Kjálkafirði
  • Snjómokstur mynd 5
  • Snjómokstur mynd 3
  • Snjómokstur mynd 10
  • Snjómokstur mynd 6
  • Snjómokstur mynd 9

Snjómokstur á sunnanverðum Vestfjörðum (myndir)

það var mikið að gera við að moka snjó um hátíðirnar

4.1.2013

Það var í nógu að snúast í snjómokstri víða um land í kringum og um hátíðirnar. Gísli Einar Sverrisson starfsmaður Vegagerðarinnar á Patreksfirði var einn þeirra sem vann við að ryðja snjó. Hann tók nokkrar myndir og einnig myndband sem er að finna í fréttinni.

Í Kjálkafirði varð hann að gefast upp á að ryðja meira með vefheflinum þann 30. desember því ekki varð komist í gegn á því tæki. Málið var síðan leyst með jarðýtu og snjóblásara strax á nýju ári. Nú er fært á flestum vegum en víða hálka og flughálka þannig að það er betra að hafa varann á sér. 

 

Myndirnar tala sínu máli. Þær eru allar úr Kjálkafirði, en myndbandið hér fyrir neðan er tekið á Kleifaheiði:

 

Snjómokstur á jólum