Fréttir
  • Bleik vegamót
  • Bleik vegamót
  • Bleik varða Vegagerðarinnar

Bleik varða og bleik vegamót

Vegagerðin styður átak Krabbameinsfélagsins

3.10.2012

Varðan við innganginn að Vegagerðinni í Borgartúni hefur verið lýst bleik í tilefni af og til stuðnings baráttu Krabbameinsfélags Íslands gegn krabbameinum hjá konum. Átak félagsins stendur nú yfir og á föstudaginn verður Bleiki dagurinn haldinn hátíðlegur.

Vegfarendur hafa einnig tekið eftir því að mislægu vegamótin þar sem Arnarnesvegur og Reykjanesbraut koma saman eru líka með bleikri lýsingu þessa daga.

Krabbameinsfélagið selur meðal annars bleiku slaufuna til að afla fjár. Hún kostar 1500 krónur.Bleika slaufan 2012 er hönnuð og smíðuð af SIGN. Nælan samanstendur af tveimur blómum er sveigjast um hvort annað og eru táknmyndir kvenna. Bakhlið nælunnar sýnir tvo fjögurra blaða smára. Sagan segir að þeir sem finni smárann njóti gæfu.

Bleika slaufan er tákn Krabbameinsfélags Íslands í baráttunni gegn krabbameinum hjá konum, en árlegur meðalfjöldi krabbameina hjá íslenskum konum er um 660, þar af greinast um 190 krabbamein í brjóstum. Styðjið baráttuna gegn krabbameinum hjá konum og hafið slaufuna sýnilega.

Þann 15. október er svo alþjóðlegi baráttudagurinn gegn brjóstakrabbameini og þá hvetur Krabbameinsfélagið fólk til að labba í bleiku í kringum Tjörnina kl. 18:00.

 

Bleik varða Vegagerðarinnar

 

Bleik vegamót