Fréttir
  • Umferðin á höfuðborgarsvæðinu, maí 2012 nýjast
  • Umferðin á höfuðborgarsvæðinu, maí 2012 nýjast -- spá

Minni umferð á höfuðborgarsvæðinu

dróst saman um 1,3 prósent

4.6.2012

Umferðin á höfuðborgarsvæðinu í nýliðnum maí mánuði reyndist 1,3 prósentum minni en í sama mánuði í fyrra. Umferðin minnkar því jafnmikið og hún jókst á Hringveginum og má leiða líkur að því að höfuðborgarbúar hafi farið meira út á land í maí í ár en í fyrra.

Samkvæmt spálíkani Vegagerðarinnar stefnir þó í að umferðin á höfuðborgarsvæðinu aukist á ár, en ekki mikið eða um 0,5 prósent, næstu mánuðir ráða þó miklu um það. Umferðin fyrstu fimm mánuðina er nánast sú sama og í fyrra eða 0,1 prósenti meiri.

Milli mánaða 2011 og 2012

Akstur dróst saman um 1,3% milli maí mánaða 2011 og 2012, á höfuðborgarsvæðinu eða um sömu prósentutölu og mældist sem aukning á Hringveginum samanber nýlega frétt þar um.

Um 2,5% samdráttur varð í sniði á Hafnarfjarðarvegi og Reykjanesbraut en aftur á móti varð rúmlega 4% aukning á Vesturlandsvegi. Þessi þróun er rökrétt þ.e.a.s. að höfuðborgarbúar hafi farið meira út á land í maí á þessu árið miðað við maí á síðasta ári af því leiðir að umferð dregst saman á höfuðborgarsvæðinu og aukning verður á Hringvegi.

Frá áramótum milli áranna 2011 og 2012

Nú hefur akstur innan höfuðborgarsvæðisins svo til staðið í stað frá því á síðasta ári þ.e.a.s. einungis 0,1% aukning mælist í mælisniðunum. Á síðasta ári var uppsafnaður samdráttur frá áramótum rúmlega 3% á sama tíma, sem síðar endaði í 2,5% heildar samdrætti fyrir árið.

Horfur út árið

Spálíkan Vegagerðarinnar gerir ráð fyrir meiri umferð í næstu tveimur mánuðum, sé horft á línurit, er sýnir hlutfallslegan mismun á akstri. Gangi það eftir er ekki ólíklegt að um 0,5% aukning verði á akstri á höfuðborgarsvæðinu í lok árs. Teikn eru hins vegar á lofti um að ekki verði aukningu heldur samdrátt að ræða, því geti spáin allt eins verið ofmetin, en ómögulegt er að sjá það fyrir því verður fróðlegt að sjá hver niðurstaðan verður í raun eftir þennan mánuð.

Talnaefni