Fréttir
  • Sýning verður haldinn í tengslum við Via Nordica

Alls 54 sýnendur á Via Nordica 2012

800 manna vegagerðamannaráðstefnunni í Hörpu

1.6.2012

Stór sýning verður haldin í tengslum við Via Nordica 2012, vegagerðarráðstefnuna sem haldin verður í Hörpu 11. - 13. júní. Alls munu 54 aðilar vera með bás á sýningunni og komast ekki fleiri að. Um er að ræða bæði íslenska og erlenda sýnendur. Þeir síðarnefndu eru í nokkrum meirihluta.

Meðal sýnenda verða verktakafyrirtæki, ráðgjafar, samtök, rannsóknaraðilar og fleiri. Nefna má Rambøll, Nynås, Colas, Vectura, Stark of Sweden og Nyx Hermera Technolities. Íslensku verkfræðistofurnar eru líka fyrirferðamiklar, Verkís, Mannvit, Almenna verkfærðistofan og Efla.

Einnig verður til dæmis Alheimsvegasambandið PIARC með bás, Roadex verkefnið og samband bókasafna vegagerðanna á Norðurlöndum og í Eysrasaltsríkjunum, sem og vegagerðir Danmerkur, Finnlands, Svíþjóðar, Færeyja og Íslands. Tólf tækninefndir NVF sýna einnig.

Alls verða 36 sýnendur á fyrstu hæðinni í Hörpu en á annarri hæð verða vegagerðir Norðurlandanna, samband vegagerða Eystrasaltsríkjanna og tækninefndir NVF)

Sjá allt um ráðstefnuna hér og um Norræna vegasambandið hér.

Ríflega 800 manns sækja ráðstefnuna og koma flestir þátttakendur frá Norðurlöndum en einnig eru þátttakendur frá Eystrasaltsríkjunum. Norræna vegasambandið og systursamband þess í Eistlandi, Lettlandi og Litháen eiga í margvíslegu samstarfi og hafa gert nú í um tvo áratugi.

Hér er listi yfir sýnendur á 1. hæðinni:

Verkís
Kapsch TrafficCom AB 
Delta 
VTI 
PIPS Technology Ltd 
Nordic-Baltic Transportation Libraries
Conventus Media House
Roadex
NordFou
World Road Association (AIPCR/PIARC)
Nyx Hemera Technologies
Giertsen Tunnel AS
A Wendel ehf
Transtech Systems
Rambøll  
Sasol Wax   
NCC Roads Holding 
Ísmar - Oxford plastics
Ísmar - Traficon
Ísmar - Trimble
Nynas NV  
Ístak 
Blip Systems 
Vectura  
Colas  
Ísmar
MeadWestvace Europe  
BALTRIS
Swarco  
Nortek
Stark of Sweden
Mannvit
Almenna Verkfræðistofan
Gifas-Electric  
EFLA
Vik Ørsta

 

Vegagerðina er að finna á

     facebook