Fréttir
  • Umferðin á höfuðborgarsvæðinu - spá út árið 2012
  • Umferðin á höfuðborgarsvæðinu

Minni umferð í apríl á höfuðborgarsvæðinu

en stefni í smá aukningu umferðar í ár

4.5.2012

Þrátt fyrir að umferð á höfðuborgarsvæðinu, í þremur mælipunktum, hafi minnkað um 1,5 prósent í apríl miðað við sama mánuð í fyrra, hefur umferðin fyrstu fjóra mánuðina aukist líltillega.  

Áfram er reiknað með smávegis aukningu umferðar á höfuðborgarsvæðinu í ár öfugt við umferðina á Hringveginum þar sem reiknað er með samdrætti í ár, sjá þessa frétt.

Milli mánaða 2011 og 2012

Akstur um höfuðborgarsvæðið í apríl reyndist 1,5% minni en á sama tíma í fyrra ef marka má þrjú mælisnið Vegagerðarinnar.

Mest dró úr umferð yfir mælisnið á Hafnarfjarðarvegi eða 2,3% en aukning varð um mælisnið á Vesturlandsvegi um 0,7%.

Þetta er heldur meiri samdráttur en umferðardeild Vegagerðarinnar átti von á samkvæmt framreikningi um þróun umferðar út árið.

Milli áranna 2011 og 2012

Það sem af er ári hefur akstur, samkvæmt mælisniðunum þremur, aukist um 0,5% milli ára. Eftir mars þá hafði akstur aukist um 1,2% en vegna minni umferðar nú í apríl þá fer þetta hlutfall niður í 0,5% að liðnum apríl.

Ennþá er gert ráð fyrir minniháttar aukningu milli ára samanber línurit (sjá mynd) er sýnir vísitölu fyrir sniðin þrjú.

Talnaefni