Fréttir
  • Umferðarmerki á há Hrafnseyrarheiði.
  • Í norðanverðri Hrafnseyrarheiði, áætluð stálhæð á vegi í skaflinum nær (snjóflóð að hluta) er 6-8m en fjær er hæðin áætluð 12-15 m.

Snjóalög mikil á Hrafnseyrar- og Dynjandisheiði

Ekki mokað alveg á næstunni

29.3.2012

Mokstur á Hrafnseyrarheiði er ekki raunhæfur þessa dagana vegna mikilla og óstöðugra snjóalaga. Finna má einn skafl sem er að hluta til eftir snjóflóð þar sem stálið á veginum er á einum stað 5-6 metrar uppí 12 -15 metra stál. Vegagerðarmenn hafa skoðað snjóalög undanfarna daga. Síðastliðinn þriðjudag var mokað að norðaverðu í heiðinni upp að því svæði þar sem mikill snjór byrjar. Og niðurstaðan að mokstur er ekki raunhæfur.

Á Dynjandisheiði var mokað á miðvikudag áleiðis upp Pennusneiðing. Snjóalög þar verða skoðuð í framhaldinu en talið er að það sé mikill snjór sé enn á Dynjandisheiði.