Fréttir
  • Umferðin í febrúar 2012

Örlítið meiri umferð í febrúar í ár

í fyrsta sinn í langan tíma sem umferð eykst

2.3.2012

Umferðin í febrúarmánuði á 16 lykilstöðum á Hringveginum reyndist 0,2 prósentum meiri en í sama mánuði árið 2011. Þetta er í fyrsta sinn síðan í október 2010 að aukning í umferðinni mælist á milli ára í sömu mánuðum. 

Umferðin dróst mikið saman í janúar sem gæti verið vegna ótíðar að einhverju leiti, það er því enn óljóst, eftir þessa fyrstu tvö mánuði, hvert umferðin árið 2012 stefnir.

 

 

Milli mánaða 2011 og 2012:

Umferð jókst um 0,2% milli febrúarmánaða 2011 og 2012. Þetta er í fyrsta sinn síðan í október 2010 sem aukning verður á milli ára í sömu mánuðum.

Mest eykst umferð um Austurland eða um 11,4% en hún dregst mest saman um Norðurland eða um 3%.

Umferð um Hellisheiði var áætluð svipuð eða 0,1% meiri en á síðasta ári

Umferð um Hvalfjarðargöng dregst aftur á móti saman um 1,4% miðað við febrúarmánuð 2011. 

 

Frá áramótum milli áranna 2011 og 2012:

Þegar aðeins tveir mánuðir eru liðnir af árinu þá hefur umferð, samtals fyrir öll landsvæði, dregist saman um 4,8% í mælisniðunum 16 á Hringveginum. Er þetta næst mesti samdráttur milli ára frá árinu 2005, að telja. Aðeins samdráttarárið mikla 2011 hafði umferð dregist meira saman, fyrir mælisniðin 16, eða 6,3%.

Mest hefur umferð dregist saman um Suðurland eða 9,3% og minnst á Hringvegi um höfuðborgarsvæðið eða 3,2%.

Mikill samdráttur varð milli janúarmánaða, þar sem talið var að slæmt veður hafið spilaði stórt hlutverk, það er því ekki úr vegi að gagnálykta nú á þann veg að gott veðurfar í febrúar hafi hjálpað sömuleiðis til við þessa umferðaraukingu nú.

 

 

Talnaefni.

 

 

 Samanburðartafla

 

 

Ath! Allar umferðartölur fyrir árið 2012 eru grófrýndar og ber því að taka með fyrirvara þ.e.a.s. þær geta breyst við endanlega rýni.