Fréttir
  • Höfuðborgarsvæðið umferðin 2011
  • Höfuðborgarsvæðið samanlagt 2011
  • Höfuðborgarsvæðið uppsafnað 2011

Umferðin á höfuðborgarsvæðinu 2,5 % minni 2011

Umferðin dregst minna saman en á landsbyggðinni

9.1.2012

Milli mánaða

3,7% heildarsamdráttur varð í umferð innan höfuðborgarsvæðisins yfir þrjú mælisnið Vegagerðarinnar milli desembermánaða 2010 og 2011. Þetta er í fullu samræmi við spá Vegagerðarinnar fyrir desember en þar var gert ráð fyrir 3,6%, heildar samdrætti, samanber fyrri fréttir þar um.

Samdrátturinn skiptist þannig niður á sniðin þrjú eins og hér segir:

Hafnarfjarðarvegur -3,7%

Reykjanesbraut -2,9%

Vesturlandsvegur -6,4%

Af þessu sést að umferðin dregst lang mest saman á Vesturlandsvegi í desember, þegar horft er til sama mánaðar árið 2010.

 

Milli áranna 2010 og 2011

Sér horft til ársins alls borið saman við árið 2010, hefur umferð og akstur um höfuðborgarsvæðið, fyrir mælisniðin þrjú, dregist saman um 2,5%, nákvæmlega eins og Vegagerðin hafði gert ráð fyrir í síðustu spá sinni.

Heildar samdráttur yfir mælisniðin þrjú var sem hér segir

Hafnarfjarðarvegur -4,4%

Reykjanesbraut -1,5%

Vesturlandsvegur -2,3%

Eins og sést dregst umferðin mest saman á Hafnarfjarðarvegi en minnst á Reykjanesbraut.

Mun þægilegra er að spá fyrir um umferð innan höfuðborgarsvæðisins en yfir mælisniðin 16 á Hringveginum, þar sem umferðin er mun háðari veðri. Það hefur sýnt sig að strax í byrjun febrúar 2012 ætti Vegagerðin að geta sagt fyrir um, með nokkurri nákvæmni, hver heildarmeðalumferðin verði yfir mælisniðin þrjú árið 2012. Nákvæmni spárinnar þarf ekki að aukast eftir því sem líður á árið, öfugt við það sem ætla mætti og miðað við það sem gerist á Hringveginum, sjá nánar línurit um þróun spár með tilliti til raunniðurstöðu.

Sjá talnaefni