Fréttir
  • Helgarumferðin 12. - 14. ágúst 2011
  • Helgarumferðin 12. - 14. ágúst. Meðaltal fyrri ára.

Mun meiri umferð um nýliðna helgi - 12 % aukning

metaukning þetta sumarið, tólf prósenta meiri umferð en sömu helgi í fyrra

15.8.2011

Umferðin um nýliðna helgi á Hringvegi útfrá höfuðborgarsvæðinu, reyndist tæplega tólf prósentum meiri en um sömu helgi í fyrra. Samdráttur hefur verið flestar helgar en þetta er metaukning, fjögurra prósenta aukning var um tvær helgar fyrr í sumar.

Umferðin virðist haga sér með nokkuð óhefðbundum hætti nú í ár, sé litið til stöplarits (sjá mynd með fréttinni) er sýnir helgarumferð 2011 samanborið við meðaltalið. Frá því að þessi samantekt byrjaði hefur einungis einu sinni áður mælst meiri umferð um þessa helgi þ.e. sumarmet árið 2009, sjá samanburðarstöplarit er sýnir allar helgar. Umferðin um nýliðna helgi var sú næst mesta það sem af er sumri. Einungis helgin 8. - 10. júlí er stærri.

Umferðin austur fyrir fjall jókst um tæp 16% og í norður varð rúmlega 6% aukning. Þetta gerir samtals tæplega 12% aukningu í öllum mælisniðum, sem er met aukning í sumar, því einungis tvisvar áður hefur umferð aukist milli helga 2010 og 2011, í bæði skiptin um 4%.

Það sem af er sumri hefur helgarumferði út frá höfuðborgarsvæðinu dregist saman um 4,6%. Lengi fram eftir sumri stefndi í 6% samdrátt en þessi mikla og óvænta aukning um síðustu helgi hefur dregið aðeins úr þeirri þróun.

Vegagerðin mun einungis birta þessar umferðartölur fyrir tvær næstu helgar, það verður því afar fróðlegt að sjá hvernig þær helgar koma út.

Sjá talnaefni.