Fréttir
  • Helgarumferðin 5.-7.ágúst 2011
  • Helgarumferðin 5.-7.ágúst 2011. Meðaltal fyrri ára

Svipuð umferð um helgina og um sömu helgi fyrir ári

meiri umferð en um verslunarmannahelgina

10.8.2011

Helgarumferðin um nýliðna helgi var svipuð nú og fyrir ári síðan eða u.þ.b. 0,6 prósentum minni. Umferðin um síðustu helgi var einnig svipuð ef litið er til meðaltals áranna 2008 - 2010 eða rétt um 0,2 prósentum minni.

0,4 prósenta minni umferð var austur fyrir fjall en 0,8 prósentum minni í norður.

Það sem af er sumri er helgarumferðin 6,1 prósentum minni borin saman við árið 2010.

Um Hellisheiði dregst umferðin saman um 1,8 prósent og um Hvalfjarðargöng um 1,3 prósent m.v. sömu helgi árið 2010.

Heldur meiri umferð var þó nú um síðustu helgi, á Hringvegi út frá höfuðborgarsvæðinu, en um verslunarmannahelgina (föstudagur - sunnudags), sjá stöplarit á mynd sem fylgir fréttinni.

Sjá talnaefni.