Fréttir
  • Seljalandsós

Ekki matsskylda

vegna framkvæmda við Seljalandsós og Seljalandsá

8.8.2011

Að mati Skipulagsstofnunar eru framkvæmdir við Seljalandsós og Seljalandsá á Djúpvegi (61) í Álftafirði ekki háðar mati á umhverfisáhrifum þar sem framkvæmdin er ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif.

Verkið er á leið í útboð en það er liður því að fækka einbreiðum brúm á þjóðvegum landsins. Ríkisstjórnin ákvað á fundi á Ísafirði í apríl fyrr á þessu ári að veita aukalega 350 milljónum króna til vegagerðar á Vestfjörðum. Fyrir það fé verða fimm einbreiðar brýr aflagðar og þar með þessar yfir Seljalandsós og Seljalandsá. 

Sjá álit Skipulagsstofnunar.

Sjá kynningu Vegagerðarinnar á framkvæmdinni.