Fréttir
  • Múlakvísl

Brúarsmíðinni fleygir fram

annað kvöld verður brúin komin upp en tengingar og varnargarðar þá eftir

13.7.2011

(Frétt kl 12:00) Brúarvinnuflokkar Vegagerðarinnar hafa látið hendur standa fram úr ermum síðustu daga og gengur brúarsmíðin vonum framar.

 

Í morgun voru komin upp 6 svokölluð ok af alls tíu eða þrjár bitalengdir. Eru því komnir upp 50 metrar af brú nú þegar. Í dag verður lokið við að reka niður alla tréstaura í undirstöður bráðabrigðabrúarinnar. 

 

Reiknað er með að ljúka við uppsetningu okanna í dag og síðan verður haldið áfram þannig að annað kvöld eða aðfararnótt föstudagsins verði brúin tilbúin þannig að unnt verði að hleypa ánni undir hana, þótt nokkur vinna verði eftir við frágang. Þá verður eftir vinna við að hemja fljótið og stefna því undir brúna með byggingu grjótvarinna varnargarða. Í kjölfarið verður hægt að tengja veginn við brúna og koma umferð á.

 

Ekki er á þessu stigi unnt að tímasetja nákvæmlega hversu langan tíma það tekur, en fljótið og vatnsmagnið ráða nokkru um það.

 

Nú þegar er hafin vinna við að tengja veginn við brúna að vestanverðu og jafnframt þarf að verja hana og veginn þeim megin. Einnig er nauðsynlegt að lagfæra langan varnargarð að austanverðu sem skemmdist í flóðinu, þann garð þarf að lengja töluvert og grjótverja til að hemja fljótið undir nýju bráðabrigðabrúna.

 

Þannig að þótt brúarsmíðinni sem slíkri ljúki annað kvöld eða aðra nótt, þannig að unnt sé að færa ána undir hana,  er mikil vinna eftir við að verja hana og veginn og tengja veginn við brúna.

 

Short in English

Work on the temporary bridge over Mulakvisl is progressing nicely and is going faster than anticipated. Already there is 50 meters of bridge built and now it is estimated that that part of the work will be finished tomorrow night i.e. Thursday night.

After that there is work on building the road and connect it to the bridge. The critical part is to control the river, force it under the new bridge by building embankments that need to protected by large stones or boulders. The embankments will protect both bridge and road.