Fréttir
  • Múlakvísl
  • Múlakvísl

Byrjað að reka niður staura

brúarsmíði gæti lokið um miðja næstu viku

11.7.2011

Undirbúningur vegna smíði bráðabrigðabrúar yfir Múlakvísl gengur vel. Á staðinn eru komnir 40 rafmagnsstaurar sem bíða þess að verða reknir niður. Samkvæmt áætlun verður hafist handa við niðurreksturinn í kvöld og unnið sleitulaust við það verk alla nóttina og áfram þar til allir eru komnir á sinn stað. Hluti annars efnis í brúna er einnig komið að brúarstæðinu.

Nú er reiknað með að brúargerðin gæti tekið styttri tíma en fyrst var áætlað svo framarlega sem vel gengur og ekkert óvænt komi upp á. Þannig að vonast er til að bráðabrigðabrúin verði tilbúin upp úr miðri næstu viku eða undir þá helgi.

Fólk og bílar hafa verið ferjuð yfir Múlakvísl frá því síðdegis í dag með aðstoð björgunarsveita og verður svo áfram næstu daga. Reynslan mun skera úr um þörfina og hvernig gengur að sinna henni en búast má við nokkurri bið sérstaklega við að ferja bíla yfir.

 

Shorter English version:

Work on building a temporary bridge over Mulakvisl is going well. Tonight work on hammering down electricity poles will start, but those 40 poles will hold up the bridge.

Now it is estimated that building the bridge will take a litle bit less time than first estimates said. If all goes well it might be opened in or after the middle of next week.