Fréttir
  • Bolungarvíkurgöng við opnun

Vegagerðin sýknuð af kröfu Ósafls sf

eiga ekki rétt á auknum verðbótum vegna lagabreytinga

28.6.2011

Vegagerðin var í Héraðsdómi Reykjavíkur í síðustu viku sýknuð af kröfu Ósafls sf. upp á ríflega 50 milljónir króna auk dráttarvaxta. Krafan var byggð á því að verðbætur hefðu orðið þetta minni en ella vegna lagabreytinga sem höfðu áhrif á byggingarvísitöluna.

Kröfunum var hafnað og Ósafl sf auk þess dæmt til að greiða málskostnað.

Ósafl byggði kröfu sína á því að byggingavísitalan hafi orðið lægri við það að lögum var breytt þannig að heimilt varð að endurgreiða virðisaukaskatt af vinnu á verkstað að fullu. Í samningunum um byggingu Bolungarvíkurganganna var miðað við byggingavísitölu við útreikning verðbóta en þó ekki að fullu og af ákveðnum liðum.

Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu að miðað við samningsfjárhæðina hafi áhrifin af þessu verið litil og því ekki hægt að fallast á að forsendur fyrir samningsfjárhæðinni og verðtryggingu hennar hafi brostið, ekki sé hægt að tala um að tiltölulega lítil lækkun verklaun sé bersýnilega ósanngjörn.

Sjá dóminn í heild sinni.