Fréttir
  • Umferðin í maí og spá út árið

Enn dregur úr umferð á Hringvegi

stefnir í mesta samdrátt í áratugi - 3 sinnum meiri en mest var áður

1.6.2011

Umferðin í maí 2011 á 16 völdum talningarstöðum á Hringvegi var 10 prósentum minni en í sama mánuði í fyrra. Frá áramótum nemur samdrátturinn tæpum 9 prósentum. Þetta er gífurlega mikill samdráttur í sögulegu samhengi. 

Umferðin dregst mest saman á Suðurlandi en minnst í grennd við höfuðborgina. Miðað við spá Vegagerðarinnar stefnir í samdrátt á árinu sem nemur 8-9 prósentum. Það er metsamdráttur síðan 1975 og er þrisvar sinnum meiri samdráttur en hann hefur orðið mestur áður.

Milli maí mánaða 2010 og 2011 dróst umferðin (fjöldi bíla) saman um 10% en aksturinn (fjöldi ekinna km) um 13,5%, samanber meðfylgjandi töflur nr. 2 og 3.

Mest dregst umferðin saman á Suðurlandi eða tæplega 20%, milli maí mánaða en minnst á Hringvegi í grennd við og um höfuðborgarsvæðið eða 4,5%.

Frá áramótum hefur umferðin í mælipunktunum 16 hins vegar dregist saman um tæp 9%.

Mest dregst umferðin saman, frá áramótum, á Suðurlandi um 18%, en minnst á Hringvegi í grennd við og um höfuðborgarsvæðið eða 6,2%.

Samdráttur er á öllum mælistöðum milli maí mánaða 2010 og 2011. Mest um Öxnadal eða 23,6% en næst mest um Hellisheiði, eða rúmlega 22%. Minnst dregst umferð saman á Hringvegi um Úlfarsfell eða 0,6%

Þannig að til sama hvers er litið þá er Suðurland með mesta samdráttinn af þeim landshlutum, sem mældir eru

 

 Samanburður

 

Horfur út árið 2011:

Hegði umferðin sér með svipuðum hætti og undanfarin ár, þá er gert ráð fyrir rúmlega 9% samdrætti í akstri og 7,7% samdrætti í umferð árið 2011, sé tekið mið af fimm fyrstu mánuðum ársins. Þetta er svipað og eftir 4 fyrstu mánuði ársins þó heldur meira.

Ástæða þess að munur er á akstri og umferð gæti verið sá að umferðin dragist meira saman út á þjóðvegum en inni í og í grennd við þéttbýli. Þetta má sjá af töflu 3, að þá dregur minna úr umferð á Hringvegi í grennd við og um höfuðborgarsvæðið, þar sem vegalengdir eru stuttar, en í öðrum landshlutum, þar sem um lengri vegalengdir er að fara. Þessu til stuðnings benda fyrstu reikningar á þremur mælisniðum innan höfuðborgarsvæðisins til mun minni samdráttar en úti á Hringvegi.

Ljóst er að gangi þessi mikli samdráttur eftir nú í ár þá verður um met samdrátt að ræða frá árinu 1975.

Fram til ársins 2008 taldist það til mikilla tíðinda ef akstur dróst saman, milli ára. Milli áranna 1975 og 2008 hafði það einungis gerst 4 sinnum saamanber eftirfarandi:

Milli áranna 1978 - 1979 um 1,1%

Milli áranna 1982 - 1983 um 2,9%

Milli áranna 1992 - 1993 um 0,2%

Milli áranna 2007 - 2008 um 2,5%

Eftir árið 2008 er það varla fréttnæmt (sé tekið tillit til ástandsins) að umferð dragist saman, því kom það á óvart að akstur skildi aftur aukast um 1,1% milli áranna 2008 og 2009, en ekki hefur verið gengið frá heildarútreikningum fyrir árið 2010 en þar bendir allt til að um tæplega 2% samdrátt verði um að ræða. Ljóst má því vera af þessu, að í ár stefnir í 3 sinnum meiri samdrátt en áður hefur þekkst.

 

Sjá einnig talnaefni og fleiri línurit.

 

Athugið að umferðartölur fyrir árið 2011, eru birtar með fyrirvara.