Fréttir
  • Dæmi um umferðarlítinn veg

Bundið slitlag á umferðarlitla vegi - reglur

breyting á stefnu um notkun nýrra veghönnunarreglna

12.5.2011

Vegagerðin hefur gefið út viðbótarreglur varðandi lagningu bundins slitlangs á umferðarlitla tengi- og héraðsvegi. Um er að ræða breytingu á stefnu um notkun nýrra veghönnunarreglna.

Markmiðið er að nota reglurnar við lágmarksaðgerðir við styrkingu vega og lagningu bundins slitlags þegar ekki er unnt að endurgera veginn samkvæmt fyllstu reglum um fyrirsjáanlega framtíð. Alls eru 380 milljónir króna settar í þetta verkefni á fjárlögum 2011. Ef vel gengur hefur Vegagerðin hug á að halda þessu áfram og auka á næstu árum.

Stefna um notkun nýrra veghönnunarreglna. Útgáfa 1. ágúst 2010, viðbótin er neðst í skjalinu.

Sjá einnig umfjöllun í nýjasta hefti Framkvæmdafrétta.