Fréttir
  • Áratugur aðgerða
  • Áratugur aðgerða
  • Áratugur aðgerða
  • Áratugur aðgerða
  • Áratugur aðgerða
  • Áratugur aðgerða
  • Áratugur aðgerða

Áratug aðgerða hleypt af stokkunum

nemendur úr Laugarnesskóla hleyptu 201 blöðru í loftið

11.5.2011

Markmið átaksins "Áratugur aðgerða - herferð um umferðaröryggismál" er að draga úr banaslysum og alvarlegum slysum í umferðinni á heimsvísu næstu 10 árin og er hvert og eitt aðildarland Sameinuðu þjóðanna hvatt til að setja fram áætlun um aðgerðir í þeim efnum. Byggjast slíkar áætlanir á því sem þegar hefur verið gert í umferðaröryggisaðgerðum og nýjum verkefnum sem einstök ríki vilja leggja áherslu á.

Innanríkisráðherra hleypti verkefninu af stokkunum, að viðstöddum forseta Íslands og velferðarráðherra í dag miðvikudaginn 11. maí,  að því loknu sleppti nemendahópur úr Laugarnesskóla 201 blöðru í loftið sem táknræna minningu um þá sem létust í umferðarslysum árin 2001 til 2010.

Talið er að allt að 30 milljarðar fari í súginn hér á landi vegna umferðaróhappa og slysa á hverju ári. Átakinu „Decade of Action“ er ætlað að sporna gegn þessu. Stjórnvöldum um allan heim er ætlað að nota þennan áratug til að efla umferðaröryggi til muna. Styrkja þær stoðir samfélagsins sem þarf til að fækka umferðarslysum umtalsvert en það getur kallað á breytt hugarfar, breyttar forsendur í t.d. vegamálum, breyttar áherslur og forgangsröð. Ef ekkert verður að gert munu líklega 1,9 milljónir manna deyja á árinu 2020 í umferðinni.

Áratugur aðgerða

Frekari bakgrunnsupplýsingar