Fréttir
  • Fundur samgöngunefnd Alþingis
  • Fundur samgöngunefnd Alþingis

Fundur samgöngunefndar um Vaðlaheiðargöng

innanríkisráðherra, vegamálastjóri og fleiri sátu fyrir svörum

29.3.2011

Samgöngunefnd Alþingis  hélt í síðustu viku opinn fund um Vaðlaheiðargöng. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra, Hreinn Haraldsson vegamálastjóri, Kristín H. Sigurbjörnsdóttir framkvæmdastjóri stjórnarformaður Vaðlaheiðarganga hf, Runólfur Ólafsson framkvæmdastjóri FÍB og Jón Þorvaldur Heiðarsson, sérfræðingur við Háskólann á Akureyri.

Sjá hér upptöku frá fundinum.

Fundurinn var haldinn að ósk Marðar Árnasonar alþingismanns vegna umræðu um framkvæmdina og ýmsar efasemdarraddir sem hafa komið upp. Innanríkisráðherra ítrekaði að framkvæmdin ætti að vera efnahagslega sjálfstæð og standa undir sér sem slík. Umræðan snerist nokkuð um forgangsröðun framkvæmda.