Fréttir
  • Fundur um Norðfjarðargöng
  • Fundur um Norðfjarðargöng

Fjölsóttur fundur um Norðfjarðargöng

íbúafundur um göngin

25.3.2011

Innanríkisráðherra, Ögmundur Jónasson, sagði á íbúafundi í Neskaupsstað 23. mars að ekki væri hægt að lofa því hvað yrði á fjárlögum næsta árs varðandi Norðfjarðargöng. Tryggja þyrfti þrjá milljarða króna á ári til að hægt yrði að hefja verkið og tryggja þyrfti fé til þess að ljúka því.

Hreinn Haraldsson vegamálastjóri kynnti framkvæmdina og benti einnig á að jarðgöng síðustu tíu ára hefðu verið fjármögnuð með beinu framlagi úr ríkissjóði en ekki af almennu vegafé eða mörkuðum tekjum. Fram kom hjá honum að miðað við fjárveitingar yfirstandi árs til nýframkvæmda tækju Norðfjarðargöng helming þeirrar upphæðar á hverju ári til framkvæmda.

Sjá frétt á vef innanríkisráðuneytisins.