Fréttir
  • Héðinsfjarðargöng skýrsla
  • Héðinsfjarðargöng skýrsla
  • _MG_1499
  • Héðinsfjörður ráðstefna
  • Héðinsfjarðargöng skýrsla

Skýrslan um Héðinsfjarðargöngin á vefnum

Fjallabyggð fyrir Héðinsfjarðargöng

24.1.2011

Bókin, eða skýrslan, Fjallabyggð fyrir Héðinsfjarðargöng: Samgöngur, samfélag og byggðaþróun, er nú aðgengileg hér á vef Vegagarðarinnar. Skýrslan var rædd á ráðstefnu í Fjallabyggð um síðustu helgi. Skýrslan er unnin með styrk frá Rannsóknasjóði Vegagerðarinnar.

Síðastliðin þrjú ár hefur hópur fræðimanna við Háskólann á Akureyri unnið að rannsókn á stöðu Fjallabyggðar fyrir göng og mun hópurinn fylgjast með samfélagsþróuninni næstu árin og er von á annari bók að því loknu.

Lára Stefánsdóttir, skólameistari menntaskólans á Tröllaskaga tók myndirnar.

Skýrslan: Fjallabyggð fyrir Héðinsfjarðargöng - Samgöngur, samfélag og byggðaþróun