Fréttir
  • Tilboð opnuð í Skálanes

KNH með lægsta tilboð í veg um Skálanes

tilboð opnuð í Vestfjarðaveg (60), Kraká - Skálanes

18.1.2011

KNH ehf. á Ísafirði átti lægsta tilboðið í kaflann Kraká - Skálanes á Vestfjarðavegi (60). Tilboð voru opnuð hjá Vegagerðinni í Reykjavík og á Ísafirði 18. janúar. Næstlægsta boð kom frá Verktakafélaginu Glaumi í Garðabæ og þriðja lægsta frá Héraðsverki ehf. Egilsstöðum.

 

Um er að ræða 2,6 km kafla í Gufudalssveit í Reykhólahreppi, ný- og endurlögn. Verkinu á að vera að fullu lokið fyrir 1. nóvember 2011.

 

KNH ehf. bauð tæplega 116 milljónir króna í verkið en áætlaður verktakakostnaður var ríflega 170 milljónir króna.

Sjá öll tilboðin.