Fréttir
  • Héðinsfjarðargöng

420 bílar á dag um Héðinsfjarðargöng

svipað margir og fara um Múlagöng

29.10.2010

Dagana 14. til 26. október sl. fóru um 420 bílar að meðaltali á sólarhring um Héðinsfjarðargöngin. Athygli vekur að á sama tíma hefur svipaður fjöldi farið um Múlagöngin eða um 443 bílar að meðaltali á sólarhring.  

Ljóst virðist að mikil fylgni er á milli umferðarinnar um Héðinsfjarðargöng og Múlagöng.

Þegar línuritið hér neðar á síðunni er skoðað virðist smá saman vera að draga úr umferðinni og meiri ró sé að færast yfir hana eftir umferðamiklar helgar fyrst eftir opnun ganganna þann 2. október sl.

Ef áætla má að svipuð umferð hefði farið um Múlagöng árið 2010 og árið 2009 (sbr. þróun undanfarin ár) þ.e.a.s. ef Héðinsfjarðargöng hefðu ekki komið til, fæst það út að um 38 prósent umferðaraukning hefur orðið um Múlagöng síðustu tvær vikurnar. Þessi athugun er auðvitað byggð á tveggja vikna tímabili, því verður fróðlegt að fylgjast með hvernig þessu vindur fram er lengra líður frá.

 

Umferðin Héðinsfirði og í Múlagöngum

 

Héðinsfjörður umferð í október 2010

 

Frekari upplýsingar gefur Friðleifur I Brynjarsson í fib@vegagerdin.is eða í síma 522-1817